Hofsbót 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021031834

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Lagt fram mæliblað af lóðinni Hofsbót 2, sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar og einnig tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem nú er í auglýsingu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að byggingarréttur á lóðinni Hofsbót 2 verði boðinn út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum um úthlutun lóða og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að útfæra útboðsskilmála í samráði við bæjarlögmann. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald fyrir lóðina verði 15% sbr. ákvæði 5.2.

Bæjarráð - 3722. fundur - 08.04.2021

Liður 27. í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:

Lagt fram mæliblað af lóðinni Hofsbót 2, sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar og einnig tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem nú er í auglýsingu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að byggingarréttur á lóðinni Hofsbót 2 verði boðinn út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum um úthlutun lóða og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að útfæra útboðsskilmála í samráði við bæjarlögmann. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald fyrir lóðina verði 15% sbr. ákvæði 5.2.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að byggingarréttur á lóðinni Hofsbót 2 verði boðinn út í samræmi við ákvæði gr. 3.2 í reglum um úthlutun lóða og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útfæra úboðsskilmála í samráði við bæjarlögmann.

Bæjarstjórn - 3493. fundur - 04.05.2021

Liður 27 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:

Lagt fram mæliblað af lóðinni Hofsbót 2, sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar og einnig tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem nú er í auglýsingu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að byggingarréttur á lóðinni Hofsbót 2 verði boðinn út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum um úthlutun lóða og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að útfæra útboðsskilmála í samráði við bæjarlögmann. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald fyrir lóðina verði 15% sbr. ákvæði 5.2.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að gatnagerðargjald fyrir lóðina Hofsbót 2 verði 15% sbr. ákvæði 5.2 í reglum um úthlutun lóða.

Skipulagsráð - 358. fundur - 12.05.2021

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðina Hofsbót 2.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að skilmálum með minniháttar lagfæringum. Leggur ráðið til að skilmálarnir verði samþykktir í bæjarráði og sviðsstjóra falið að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar Hofsbót 2.

Bæjarráð - 3727. fundur - 20.05.2021

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. maí 2021:

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðina Hofsbót 2.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að skilmálum með minniháttar lagfæringum. Leggur ráðið til að skilmálarnir verði samþykktir í bæjarráði og sviðsstjóra falið að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar Hofsbót 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðina Hofsbót 2 með minniháttar lagfæringum sem gerðar voru af skipulagsráði og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar.