Sjávargata, Hrísey - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna byggingarskyldu og eða niðurrifs

Málsnúmer 2021031654

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 22. mars 2021 þar sem Logos slf. fyrir hönd Hrísey Seafood ehf. leggur inn fyrirspurn vegna vinnsluhúss við Sjávargötu sem brann 28. maí 2020. Óskað er eftir að fallið verði frá byggingarskyldu á hluta hússins, mhl 01, og að niðurrif verði heimilað á mhl 02 sem enn stendur.
Skipulagsráð samþykkir niðurfellingu á byggingarskyldu mhl 01 en frestar afgreiðslu á beiðni um niðurrif á mhl 02.