Kjarnagata 59 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021031293

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 17. mars 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Trétaks ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu fjórðu hæðar á hús nr. 59 við Kjarnagötu en gert er ráð fyrir þriggja hæða húsi á lóðinni.
Skipulagsráð hafnar því að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn vegna ósamræmis við gildandi skilmála deiliskipulags um fjölda bílastæða og vegna mögulegra neikvæðra áhrifa á útsýni og skuggavarp.