Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2021

Málsnúmer 2021031191

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3721. fundur - 25.03.2021

Erindi dagsett 15. mars 2021 frá Valgeiri Magnússyni framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni aðal- og varamann, karl og konu, í stjórn SÍMEY til næstu tveggja ára. Jafnframt er boðað til ársfundar miðvikudaginn 29. apríl 2021.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem aðalmann í stjórn SÍMEY og Hlyn Má Erlingsson til vara. Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.