Strandgata 23,101 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021030940

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 12. mars 2021 þar sem Þorsteinn Marínósson leggur inn fyrirspurn varðandi breytta notkun íbúðar 101 í húsi nr. 23 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta íbúðinni í sérvöruverslun og skrifstofu.
Að mati skipulagsráðs samræmist það skipulagi svæðisins að vera með skrifstofu og sérvöruverslun í húsinu og gerir því ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar. Umsókn um byggingarleyfi er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þegar hún berst.