Þórunnarstræti 114 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021030781

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 10. mars 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Libertas ehf. sækir um heimild til breyta deiliskipulagi fyrir hús nr. 114 við Þórunnarstræti. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr tveimur í fimm.
Um er að ræða stórt hús með beina tengingu út á Þórunnarstræti og í húsinu hefur verið tannlæknastofa með tilheyrandi umferð. Lóðin hefur mjög góða og stutta tengingu við Þórunnarstræti og ætti umbeðin breyting ekki að hafa aukna umferð í hverfinu í för með sér.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að útbúnar verði 4 íbúðir í húsinu í stað 2 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir. Ekki er samþykkt að breyta kjallara hússins í íbúð.

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Grenndarkynningu óverulegrar breytingar á deiliskipulagi neðri hluta Norður-Brekku lauk 20. október sl. Um er að ræða fjölgun íbúða úr tveimur í fjórar í húsi nr. 114 við Þórunnarstræti. (Byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir við bílastæði þann 27. október). Tvö athugasemdabréf bárust og eru þau lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemda.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeim skilyrðum að setja þarf upp skjólvegg við lóðamörk til að koma í veg fyrir að ljós frá bílum skíni inn í aðliggjandi íbúðir auk þess sem bílastæðið þarf að vera útbúið með þeim hætti að affall fari í niðurfall en renni ekki yfir á aðliggjandi lóðir.