Hraungerði 4 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021010577

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Erindi dagsett 15. janúar 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Gunnars Gíslasonar leggur inn fyrirspurn varðandi tengibyggingu milli bílgeymslu og húss á lóð nr. 4 við Hraungerði.

Þórhallur Jónsson D-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef engar athugasemdir berast við kynningu er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa þegar umsókn um byggingarleyfi berst.

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu fyrirspurn varðandi tengibyggingu milli bílgeymslu og húss á lóð nr. 4 við Hraungerði. Var umsóknin grenndarkynnt með bréfi dagsett 12. febrúar 2021 með athugasemdafresti til 15. mars. Barst ein athugasemd sem er meðfylgjandi.

Þórhallur Jónsson D-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð telur að fyrirhuguð viðbygging samræmist vel útliti og ásýnd núverandi húss og telur ekki að hún komi til með að hafa neikvæð áhrif á yfirbragð hverfisins þar sem hús á svæðinu eru almennt nokkuð fjölbreytt. Skipulagsráð telur einnig að fyrirhuguð viðbygging komi ekki til með að hafa veruleg áhrif á útsýni til suðurs umfram það sem eðlilegt er í þéttu íbúðahverfi. Gróður á lóðum allt í kring hefur mun meiri áhrif en fyrirhuguð viðbygging.

Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.