Oddeyrargata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna bílgeymslu

Málsnúmer 2020120413

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Erindi dagsett 16. desember 2020 þar sem Aðalsteinn Svan Hjelm leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu á lóð nr. 11 við Oddeyrargötu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að láta útbúa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna tillöguna fyrir eigendum Bjarmastígs 1 og 3.