Sómatún 29 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020120145

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Erindi dagsett 7. desember 2020 þar sem BF Byggingar ehf. sækja um lóð nr. 29 við Sómatún. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka. Umsækjandi fyrirhugar að sækja um breytt deiliskipulag lóðarinnar til að fá að byggja 3ja íbúða raðhús.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.