Sveigjanlegt starfsumhverfi - bókun 3

Málsnúmer 2020100504

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 39. fundur - 19.10.2020

Lagt var fram til kynningar ákvæði í bókun 3 í nýgerðum kjarasamningi Félags grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fræðsluráð - 40. fundur - 02.11.2020

Bókun 3 í kjarasamningi Félags grunnskólakennara tekin til umræðu.
Fræðsluráð tekur undir mikilvægi þess að gagnkvæmur sveigjanleiki sé til staðar í starfsumhverfi grunnskólakennara líkt og fram kemur í bókun 3 í kjarasamningi FG og SNS og hvetur skólastjóra til að skapa kennurum eins sveigjanlegt starfsumhverfi og kostur er. Líkt og fram kemur í bókuninni getur sveigjanleiki verið mismunandi eftir skólum og einstaklingum og hafa skólastjórnendur fullan stuðning fræðsluráðs til að útfæra sveigjanleikann eins og best hentar skólastarfi og starfsfólki á hverjum stað, í samvinnu við sviðsstjóra fræðslusviðs.

Fræðsluráð er einhuga um að fela sviðsstjóra fræðslusviðs að vinna með stjórnendum að útfærslu á ákvæðum bókunarinnar svo auka megi samræmi milli vinnu og einkalífs.