Rekstur leiguíbúða

Málsnúmer 2020100386

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 87. fundur - 16.10.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 14. október 2020 vegna viðhalds á leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90. fundur - 27.11.2020

Lagt fram minnisblað varðandi aukinn kostnað við rekstur og viðhald leiguíbúða Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 30 milljónir vegna aukins kostnaðar vegna slæms ástands á þeim íbúðum sem komið hafa inn til leiguskipta á árinu.

Bæjarráð - 3709. fundur - 10.12.2020

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 27. nóvember 2020:

Lagt fram minnisblað varðandi aukinn kostnað við rekstur og viðhald leiguíbúða Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 30 milljónir vegna aukins kostnaðar vegna slæms ástands á þeim íbúðum sem komið hafa inn til leiguskipta á árinu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 106. fundur - 24.09.2021

Farið yfir kostnað við viðhald á leiguíbúðum Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.