Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2020-2021

Málsnúmer 2020090366

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3698. fundur - 24.09.2020

Bréf dagsett 11. september 2020 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tilkynnir breytingar á umsóknarferli við úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020-2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að fela bæjarstjóra að senda inn tillögu þess efnis að undanþága verði veitt frá vinnsluskyldu í Grímsey vegna sérstakra aðstæðna.

Bæjarráð - 3701. fundur - 15.10.2020

Rætt um undanþágu frá vinnsluskyldu vegna byggðakvóta til Hríseyjar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum samhljóða atkvæðum að fela bæjarstjóra að senda inn tillögu þess efnis að undanþága verði veitt frá vinnsluskyldu í Hrísey vegna sérstakra aðstæðna.

Bæjarráð - 3721. fundur - 25.03.2021

Rætt um undanþágu frá vinnsluskyldu vegna byggðakvóta til Hríseyjar.
Bæjarráð Akureyrarbæjar óskar eftir breytingum á sérreglum vegna byggðakvóta í Hrísey, nánar tiltekið 1. mgr. 4. gr. á eftirfarandi hátt sem sérstakt skilyrði:

„Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.“