Athugasemdir við samstarfssamninga Akureyrarbæjar við önnur sveitarfélög

Málsnúmer 2020080851

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3695. fundur - 03.09.2020

Bréf dagsett 24. ágúst 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kynntar eru niðurstöður yfirferðar ráðuneytisins á samstarfssamningum Akureyrarbæjar við önnur sveitarfélög.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að yfirfara samstarfssamningana og leggja tillögu að úrbótum fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Lögð fram til kynningar drög að uppfærðum samningi Akureyrarbæjar við Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp um brunavarnir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda samningsdrögin til samstarfssveitarfélaganna til samþykktar.

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Lögð fram til kynningar drög að uppfærðum stofnsamningi Akureyrarbæjar, Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps og Hörgársveitar um Hafnasamlag Norðurlands bs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda samningsdrögin til samstarfssveitarfélaganna til samþykktar.