Kjarnagata 59 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020061225

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 773. fundur - 10.07.2020

Erindi dagsett 30. júní 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsinu Halldóruhaga 1 og bílakjallara á lóðinni nr. 59 við Kjarnagötu samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Harald Sigmar Árnason.

Sótt er um heimild til jarðvegsskipta fyrir húsið og bílgeymsluna á grundvelli innlagðra teikninga.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í byggingaráformin þar sem þau eru í samræmi við deiliskipulagsskilmála og samþykkir umbeðin jarðvegsskipti.

Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu teikninganna að öðru leyti þar til fyrir liggja fullunnin gögn.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 778. fundur - 13.08.2020

Erindi dagsett 30. júní 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsinu Halldóruhaga 1 og bílakjallara á lóðinni nr. 59 við Kjarnagötu samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Harald Sigmar Árnason. Innkomnar teikningar 4. ágúst 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 779. fundur - 20.08.2020

Erindi dagsett 30. júní 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsinu Halldóruhaga 1, mhl. 01, og bílakjallara, mhl. 03, á lóðinni nr. 59 við Kjarnagötu samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 18. ágúst 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 798. fundur - 21.01.2021

Erindi dagsett 14. janúar 2021 frá Haraldi S. Árnasyni þar sem hann fyrir hönd Trétaks ehf. sækir um ýmsar breytingar frá áður samþykktum aðaluppdráttum af Halldóruhaga 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. janúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.