Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 2020061163

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Umræða um Reykjavíkurflugvöll.
Bæjarráð Akureyrarbæjar fagnar fyrirhugaðri og löngu tímabærri uppbyggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll sem og að samningar hafi náðst milli ríkis og Reykjavíkurborgar um að innanlandsflugvöllur verði í Vatnsmýrinni þar til annar jafn góður eða betri kostur verður tilbúinn.

Bæjarráð - 3707. fundur - 26.11.2020

Umfjöllun um tillögu til þingsályktunar um framtíð Reykjavíkurflugvallar mál nr. 39 á 151. löggjafarþingi.
Bæjarráð Akureyrarbæjar leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar jafn góður eða betri kostur hefur verið tekinn í notkun.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn og felur bæjarstjóra að senda hana fyrir hönd bæjarins.