Beiðni um styrk vegna opnunar kvennaathvarfs á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2020061006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Erindi dagsett 24. júní 2020 frá Eyþóri Björnssyni f.h. SSNE þar sem Akureyrarbær er beðinn um að taka fyrir beiðni Samtaka um kvennaathvarf um styrk til að geta opnað kvennaathvarf á Norðurlandi eystra. Óskað er eftir að sveitarfélög á starfssvæði SSNE greiði 2,5 milljónir króna. Beiðnin var send til SSNE í kjölfar fundar sem Samtökin héldu með sveitarstjórum og ríkislögreglustjóra 5. júní sl. þar sem þessi mál voru rædd.
Bæjarráð fagnar opnun kvennaathvarfs á svæðinu og samþykkir beiðni um styrk í hlutfalli við íbúafjölda á starfssvæði SSNE.