Anna EA-305 - boð til Akureyrarbæjar um að neyta forkaupsréttar.

Málsnúmer 2020060429

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3687. fundur - 11.06.2020

Erindi dagsett 9. júní 2020 þar sem Friðrik J. Arngrímsson löggiltur skipasali f.h. Sæbóls fjárfestingafélags ehf. býður Akureyrarbæ forkaupsrétt að Önnu EA-305, skipaskrárnúmer 2870, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Sæból fjárfestingafélag ehf., kt. 551007-1030, Glerárgötu 30, Akureyri, hefur samþykkt kauptilboð í skipið. Verði af sölu skipsins verður það selt án aflahlutdeildar og aflareynslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að nýta ekki forkaupsréttinn.