Breytingar á útreikningi húsaleigu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2020060261

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri áætlana á fjársýslusviði Akureyrarbæjar kynnti breytingar á reiknuðu tímagjaldi íþróttamannvirkja út frá raunkostnaði við rekstur þeirra. Breytingin snertir reiknaðan kostnað til skóla og íþróttafélaga sem greiða raunkostnað við notkun mannvirkjanna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3687. fundur - 11.06.2020

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri áætlana á fjársýslusviði kynnti minnisblað um breytingar á reiknuðu tímagjaldi íþróttamannvirkja út frá raunkostnaði við rekstur þeirra. Breytingin snertir reiknaðan kostnað til skóla og íþróttafélaga sem greiða raunkostnað við notkun mannvirkjanna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fræðsluráð - 32. fundur - 15.06.2020

Minnisblað um breytingar á útreikningi húsaleigu íþróttamannvirkja lagt fram til kynningar.

Kristín Baldvinsdóttir, verkefnastjóri á fjársýslusviði, sat fund fræðsluráðs undir þessum lið.