Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2020050618

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. maí 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um greiningu á áhrifum COVID-19 á rekstur sveitarfélaga og áformaða upplýsingaöflun um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3724. fundur - 29.04.2021

Erindi dagsett 13. apríl 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um áframhaldandi greiningu á áhrifum COVID-19 á rekstur sveitarfélaga og upplýsingaöflun um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2021.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að svara erindinu.