Lækjarvellir lóð í Hörgársveit - fyrirspurn

Málsnúmer 2020040474

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3687. fundur - 11.06.2020

Erindi dagsett 6. mars 2020 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Hörgársveitar leggur inn tillögu að skipulagi fyrir Lækjarvelli í Hörgársveit. Einnig lagt fram minnisblað Péturs Inga Haraldssonar sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 29. maí 2020.

Pétur Ingi Haraldsson sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur rétt að bjóða Hörgársveit að kaupa umræddan hluta af landi Blómsturvalla og felur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra Hörgársveitar.

Bæjarráð - 3718. fundur - 04.03.2021

Lögð fram drög að kaupsamningi milli Hörgársveitar og Akureyrarbæjar um landspildu úr landi Blómsturvalla við Lækjarvelli.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að selja Hörgársveit spildu úr landi Blómsturvalla, 11.248 fermetra að stærð, umhverfis lóðirnar nr. 2a og 2b við götuna Lækjarvelli í Hörgársveit sbr. framlögð drög að kaupsamningi. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að undirrita samninginn fyrir hönd Akureyrarbæjar og ganga frá öðrum skjölum og gögnum honum tengdum.

Gunnar Gíslason D-lista greiðir atkvæði á móti afgreiðslunni.