Björgunarsveit Hríseyjar - styrkveiting 2020

Málsnúmer 2020040437

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3680. fundur - 22.04.2020

Rætt um styrkveitingu til Björgunarsveitar Hríseyjar.
Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkir að styrkja Björgunarsveit Hríseyjar um 300.000 krónur vegna óeigingjarns starfs sveitarinnar ekki síst í erfiðum aðstæðum á nýliðnum vetri. Bæjarráð þakkar björgunarsveitinni fyrir ómetanlegt framlag í þágu sveitarfélagsins og íbúa þess.