Staða ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vegna COVID-19

Málsnúmer 2020030608

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 296. fundur - 26.03.2020

Lagt fram til kynningar erindi vegna COVID-19 sem markaðsstofur landshlutanna sendu til ráðherra ferðamála.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands tók þátt í fundinum undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Arnheiði fyrir greinargóðar upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að horft verði til sérstöðu ferðaþjónustu á landsbyggðunum í þeim viðspyrnuaðgerðum sem mótaðar verði í kjölfar COVID-19. Mikill munur er á aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja á þeim svæðum þar sem ferðaþjónusta er heilsársstarfsemi og á þeim svæðum þar sem árstíðarsveifla er mikil sem er einkennandi fyrir stóran hluta landsbyggðanna.

Stjórn Akureyrarstofu - 305. fundur - 01.10.2020

Lögð fram til kynningar samantekt á stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vegna COVID-19. Könnun gerð á vegum Markaðsstofu Norðurlands á tímabilinu 25. ágúst - 5. september 2020.