Þórunnarstræti - gangbraut við Búðartröð

Málsnúmer 2020010505

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Lögð fram tillaga umhverfis- og mannvirkjasviðs að útfærslu á gangbraut yfir Þórunnarstræti við Búðartröð. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er sýnd gangstétt meðfram Búðartröð að Þórunnarstræti en ekki er afmörkuð gangbraut yfir götuna. Í fyrirliggjandi tillögu er gert ráð fyrir að gangstéttin sveigi aðeins til suðurs og að þar verði gangbraut með miðeyju.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða færslu á gönguleið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávík frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.