Miðhúsavegur 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2020010371

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Erindi dagsett 19. janúar 2020 þar sem V&L ehf., kt. 491117-1680, sækir um stækkun lóðar nr. 2 við Miðhúsaveg um 25 m til vesturs til að breyta ásýnd lóðarinnar með því að jafna svæðið, græða upp og raða trjám á lóðarmörk. Er stækkunin innan svæðis sem í aðalskipulagi er skilgreint sem athafnasvæði.
Þar sem stækkun lóðarinnar er innan svæðis sem skilgreint er sem athafnasvæði í aðalskipulagi og ekki er verið að gera ráð fyrir nýjum mannvirkjum, samþykkir skipulagsráð að lóðin verði stækkuð í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Er samþykktin með skilyrði um að lóðin verði afmörkuð með hávöxnum gróðri og að ekki verði um frekari byggingar á lóðinni að ræða.