Jóninnuhagi 4 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2020010181

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Erindi dagsett 10. janúar 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um breytt deiliskipulag fyrir lóð nr. 4 við Jóninnuhaga. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði hækkað úr 0,510 í 0,550 og að bílastæðalóð verði stækkuð fyrir bílastæði úr 96,0 m² í 129,6 - 141,6 m². Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur og í umsókn er sett fram tillaga um skiptingu hússins í íbúðartegundir miðað við 7 eða 8 íbúðir.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar til samræmis við fyrirliggjandi erindi, miðað við að það verði 7 íbúðir í húsinu, þar af a.m.k. ein 5 herbergja. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.