Álagning gjalda - fasteignagjöld 2020

Málsnúmer 2019120113

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3665. fundur - 12.12.2019

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3665. fundur - 12.12.2019

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3465. fundur - 17.12.2019

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hilda Jana Gísladóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2020.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Bæjarfulltrúar D-lista þau Eva Hrund Einarsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Þórhallur Jónsson leggja fram eftirfarandi bókun:

Í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar stóð til að lækka fasteignagjöld í 0.32 og erum við ósátt við að sú ákvörðun gangi til baka. Sveitarfélögin eru í miðjum kjarasamningaviðræðum þar sem þetta er eitt af þeim atriðum sem mótsamningsaðili er að horfa á. Því hefðum við talið mikilvægt að halda okkur við fyrri áætlun. Akureyrarbær hefur á brattan að sækja með að laða að sér fyrirtæki og íbúa um þessar mundir og erum við á því að þetta sé ekki leið til þess að stuðla að jákvæðri þróun í þeim efnum. Við erum á því að ríkara tilefni sé að stuðla að því að laða hér fleiri að sem greiða þá útsvar til þess að standa undir kostnaði af því að reka sveitarfélagið en að hækka fasteignaálögur.

Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun

Meirihluti bæjarstjórnar hefur lækkað fasteignaskatt um 13% á undanförnum árum, en telur í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins að slíkt sé ekki tímabært nú.

Bæjarstjórn - 3465. fundur - 17.12.2019

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna. Auk hans tók Hilda Jana Gísladóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019 með 11 samhljóða atkvæðum.