Álagning gjalda - útsvar 2020

Málsnúmer 2019120111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3665. fundur - 12.12.2019

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2020 í Akureyrarbæ.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að útsvar verði 14,52% á árinu 2020 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3465. fundur - 17.12.2019

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2019:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2020 í Akureyrarbæ.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að útsvar verði 14,52% á árinu 2020 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðsluna.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir með 10 atkvæðum að útsvar verði 14,52 % á árinu 2020.

Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðsluna.