Ægisgata 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir útigeymslu og breytingum

Málsnúmer 2019110234

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 748. fundur - 21.11.2019

Erindi dagsett 14. nóvember 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Magnúsar Þorleifssonar sækir um byggingarleyfi fyrir geymslubyggingu, geymslu á neðri hæð og útipalli við hús nr. 7 við Ægisgötu í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 328. fundur - 18.12.2019

Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar á erindi dagsettu 14. nóvember 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Magnúsar Þorleifssonar sækir um byggingarleyfi fyrir geymslubyggingu á lóð nr. 7 við Ægisgötu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna þegar gögn berast frá umsækjanda.