Gudmannshagi 1 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2019100377

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Erindi dagsett 22. október 2019 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um að fá að leggja fram breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Gudmannshaga. Eru helstu breytingar eftirfarandi:

- að heimilt verði að byggja kjallara fyrir bílgeymslu og geymslur fyrir íbúðir,

- að heimilt verði að byggja 4. hæða hús í stað 3. hæða

- að hámarks vegghæð húss fari úr 10,3 m í 11,7 m, sem jafnframt verður hámarkshæð húss (flatt þak)

- að nýtingarhlutfall húss verði 1,25 í stað 1,0 og að nýtingarhlutfall bílgeymslu verði 0,45

- að byggingarreit við götu verði hliðrað um 0,3 m vegna bílgeymslu

- að bílastæðum við götu verði hliðrað vegna aðkomu að bílageymslu auk þess að stæðum verði fjölgað um 5

- að aðkomu að leiksvæði verði breytt

- að svalir fái að ná 2 m út fyrir byggingarreit

- að stigahús og svalagangar megi fara allt að 0,6 m út fyrir byggingarreit.

Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa Gudmannshaga 2 og Kristjánshaga 6 fyrir ofangreindum breytingum.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna þegar gögn berast frá umsækjanda.

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Á fundi skipulagsráðs 30. október 2019 var samþykkt breyting á deiliskipulagi fyrir Gudmannshaga 1, til samræmis við erindi umsækjanda dagsett 22. október 2019. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs, með þeirri breytingu að hámarks vegghæð húss verði 12 m í stað 11,7 m (við stigahús og svalagang) og að lóð stækki úr 2.097 m² í 2.157 m² vegna stækkunar lóðarhluta fyrir bílstæði. Tillagan var grenndarkynnt og liggur fyrir samþykki þeirra sem fengu kynninguna.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að sjá um gildistöku hennar.