Listasafnið - beiðni um viðauka

Málsnúmer 2019100370

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 287. fundur - 24.10.2019

Beiðni til bæjarráðs um viðauka vegna hækkunar á innri leigu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun Listasafnsins að upphæð kr. 4.200.000 til að koma til móts við vanreiknaða innri leigu.

Ástæða þess er sú að eftir að UMSA lauk við húsaleiguáætlun í byrjun september 2018 vegna fjárhagsáætlunar 2019 var keypt umtalsvert af stofnbúnaði fyrir safnið sem hækkaði leiguna sem ekki var tekið með í reikninginn þegar fjárhagsáætlun var samþykkt í nóvember 2018.

Húsaleiga var áætluð 87.384.000 kr. en verður tæpar 88.500.000 kr. á þessu ári. Lausafjárleiga vegna stofnbúnaðar var áætluð 5.547.000 kr. en verður rúmar 8.700.000 kr. á þessu ári. Hækkun er því um 4,2 milljónir króna.

Bæjarráð - 3659. fundur - 31.10.2019

Liður 3 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 24. október 2019:

Beiðni til bæjarráðs um viðauka vegna hækkunar á innri leigu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun Listasafnsins að upphæð kr. 4.200.000 til að koma til móts við vanreiknaða innri leigu.

Ástæða þess er sú að eftir að UMSA lauk við húsaleiguáætlun í byrjun september 2018 vegna fjárhagsáætlunar 2019 var keypt umtalsvert af stofnbúnaði fyrir safnið sem hækkaði leiguna sem ekki var tekið með í reikninginn þegar fjárhagsáætlun var samþykkt í nóvember 2018.

Húsaleiga var áætluð 87.384.000 kr. en verður tæpar 88.500.000 kr. á þessu ári. Lausafjárleiga vegna stofnbúnaðar var áætluð 5.547.000 kr. en verður rúmar 8.700.000 kr. á þessu ári. Hækkun er því um 4,2 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar Akureyrarstofu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.