Stuðningur við handverksfólk

Málsnúmer 2019100218

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Á fundi bæjarráðs þann 17. október var 2. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 10. október vísað til stjórnar Akureyrarstofu.

Þórunn Pálma Aðalsteinsdóttir kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Leggur til að Akureyrarbær styðji betur við handverksfólk á svæðinu. Til dæmis með vettvangi á borð við jólamarkað þar sem fólk getur selt sínar vörur. Bærinn gæti annað hvort lagt til húsnæði eða veitt fjárhagslegan stuðning vegna leigukostnaðar.

Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að ræða við bréfritara.