Vika barnsins - beiðni um frítt í sund

Málsnúmer 2019100173

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 65. fundur - 23.10.2019

Erindi dagsett 7. október 2019 frá Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags þar sem óskað er eftir því að frístundaráð bjóði börnum Akureyrarbæjar frítt í sund í tengslum við viku barnsins sem verður haldin 13.- 20. nóvember nk.
Frístundaráð samþykkir að frítt verði í sund fyrir börn og ungmenni upp að 18 ára aldri í viku barnsins.