Hólasandslína 3 - umsókn um tilfærslu

Málsnúmer 2019090345

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Erindi dagsett 18. september 2019 þar sem Friðrika Marteinsdóttir fyrir hönd Landsnets ehf., kt. 580804-2410, sækir um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna fyrirhugaðrar tilfærslu á legu Hólasandslínu 3 á tveimur stöðum, við flugbrautarenda annars vegar og norðan Kjarnaskógar hins vegar. Meðfylgjandi er skýringarmynd og greinargerð.
Að mati skipulagsráðs felur breytt lega strengs í sér að breyta þarf aðalskipulagi sveitarfélagsins. Er slík breyting óveruleg að mati ráðsins og samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að láta útbúa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við það.

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 25. september 2019 sem felur í sér breytingu á legu Hólasandslínu 3 á tveimur stöðum. Annars vegar á svæði sunnan flugvallar og hins vegar á svæði meðfram reiðvegi norðan frístundasvæðis við Kjarnalund. Meðfylgjandi er umsögn Isavia dagsett 16. október 2019, Minjastofnunar dagsett 23. október 2019 og Umhverfisstofnunar dagsett 21. október 2019.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

Bæjarstjórn - 3462. fundur - 05.11.2019

Forseti bar upp tillögu um að liðir 4, 5 og 6 á dagskrá yrðu kynntir í einu lagi og síðan greidd atkvæði um dagskrárliðina hvern fyrir sig. Var það samþykkt samhljóða.
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 30. október 2019:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 25. september 2019 sem felur í sér breytingu á legu Hólasandslínu 3 á tveimur stöðum. Annars vegar á svæði sunnan flugvallar og hins vegar á svæði meðfram reiðvegi norðan frístundasvæðis við Kjarnalund. Meðfylgjandi er umsögn Isavia dagsett 16. október 2019, Minjastofnunar dagsett 23. október 2019 og Umhverfisstofnunar dagsett 21. október 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.