Breytingar á viðræðuáætlunum - eingreiðslur

Málsnúmer 2019070111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3645. fundur - 04.07.2019

Kynntar breytingar á viðræðuáætlunum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hluta viðsemjenda. Breytingarnar fela m.a. í sér að greiddar verða eingreiðslur vegna tafa við gerð kjarasamninga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Bæjarráð - 3652. fundur - 12.09.2019

Kynntar breytingar á viðræðuáætlunum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsgreinasamband Íslands og við Kennarasamband Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands, Félags grunnskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Félags leikskólakennara og Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Breytingarnar fela m.a. í sér að greiddar verða eingreiðslur vegna tafa við gerð kjarasamninga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.