LSA - breytingar á samþykktum sjóðsins 2019

Málsnúmer 2019050497

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3456. fundur - 04.06.2019

Erindi dagsett 2. maí 2019 þar sem Einar Ingimundarson héraðsdómslögmaður f.h. Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar óskar eftir afgreiðslu bæjarstjórnar á breytingum á samþykktum sjóðsins sem gerðar voru á ársfundi hans þann 30. apríl sl.

Gunnar Gíslason kynnti tillögu stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir og Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykktum sjóðsins með 11 samhljóða atkvæðum.