Árholt - endurbætur

Málsnúmer 2019050405

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 20.05.2019

Fyrirhugaðar endurbætur á Árholti lagðar fram til kynningar og afgreiðslu.
Fræðsluráð samþykkir að farið verði í nauðsynlegar endurbætur á Árholti til að starfsemi geti hafist þar í haust og beri jafnframt lausafjárleigu vegna þess.

Erindinu er vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Lagður fram áætlaður kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á Árholti svo starfsemi ungbarnaleikskóla geti hafist þar 1. september 2019.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að farið verði í framkvæmdirnar og óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20 milljónir.

Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég hafna því að óskað sé eftir viðauka og tel að fræðsluráð eigi að sækja um viðauka vegna framkvæmda sem fræðsluráð óskar eftir og eru ekki inni á framkvæmdaáætlun. Enda sé ekki svigrúm fyrir framkvæmdinni með tilfærslum innan fjárhagsáætlunar umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð - 3642. fundur - 13.06.2019

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 7. júní 2019:

Lagður fram áætlaður kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á Árholti svo starfsemi ungbarnaleikskóla geti hafist þar 1. september 2019.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að farið verði í framkvæmdirnar og óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20 milljónir.

Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég hafna því að óskað sé eftir viðauka og tel að fræðsluráð eigi að sækja um viðauka vegna framkvæmda sem fræðsluráð óskar eftir og eru ekki inni á framkvæmdaáætlun. Enda sé ekki svigrúm fyrir framkvæmdinni með tilfærslum innan fjárhagsáætlunar umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir beiðni meirihluta umhverfis- og mannvirkjaráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð 20 milljónir króna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara yfir vinnureglur um viðaukabeiðnir með sviðsstjórum.

Gunnar Gíslason D-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.