Húsnæðismál AkureyrarAkademíunnar

Málsnúmer 2019040047

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 275. fundur - 04.04.2019

Erindi dagsett 28. mars 2019 frá Kristínu Hebu Gísladóttur f.h. AkureyrarAkademíunnar þar sem óskað er eftir því að Akademían fá heimild til að flytja starfsemi sína í húsnæði Verksmiðjunnar að Glerárgötu 34 þar sem Akureyrarbær hefur óskað eftir því að Akademían flytji úr Árholti, Háhlíð 1.
Stjórn Akureyrarstofu heimilar að AkureyrarAkademían fái inni í Verksmiðjunni með starfsemi sína þar til í lok febrúar 2020 þegar gildandi leigusamningur um húsnæðið rennur út.

Stjórn Akureyrarstofu - 317. fundur - 15.04.2021

Lögð fram samningsdrög að samkomulagi á milli Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademínunnar um leigu aðstöðu í húsnæði AkureyrarAkademíunnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög.

Stjórn Akureyrarstofu - 328. fundur - 02.12.2021

Lögð fram til kynningar greinargerð Akureyrarakademíunnar um framkvæmd samstarfssamnings við Akureyrarbæ frá 25. maí 2021.