Reykir og Reykir 2 - sala á jörðum

Málsnúmer 2019030143

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3642. fundur - 13.06.2019

Lögð fram afsöl vegna sölu Akureyrarbæjar á jörðinni Reykjum í Fnjóskadal, Þingeyjarsveit, landeignanúmer L153316 annars vegar og fasteignum á 3,7 ha. lóð að Reykjum I með landeignanúmer L220149 ásamt tilheyrandi lóðarréttindum hins vegar, til Norðurorku hf.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að selja jörðina Reyki í Fnjóskadal til Norðurorku hf. og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.