Sveintún 1 og Sveintúnsbót - stofnun nýrra lóða úr landinu Sveintún í Grímsey

Málsnúmer 2018120065

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Lögð fram umsókn Ríkiseigna dagsett 4. desember 2018 um stofnun tveggja lóða út úr jörðinni Sveintún, lnr. 151896. Er óskað eftir stofnun 1.653 fm lóðar utan um íbúðarhús og viðbyggingu (mhl. 1 og 3) sem á að fá heitið Sveintún 1 og þá er óskað eftir stofnun 1.315 fm lóðar utan um bogaskemmu (mhl. 4) og á sú lóð að fá heitið Sveintúnsbót.
Skipulagsráð samþykkir stofnun lóðanna með vísun í 48. gr. skipulagslaga en leggur til að lóðin Sveintún 1 verði Sveintún 2.