Norðurorka - heimild fyrir aðveituæð í landi Ytri-Skjaldarvíkur

Málsnúmer 2018110169

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3618. fundur - 22.11.2018

Erindi dagsett 16. nóvember 2018 frá Antoni Benjamínssyni f.h. Norðurorku hf. þar sem beðið er um samþykki bæjarráðs fyrir nýrri aðveituæð í landi Ytri-Skjaldarvíkur. Með erindinu fylgir teikning og afrit af samningi við alla landeigendur þar sem lögnin fer um.
Bæjarráð samþykkir erindi Norðurorku hf. og heimilar lagningu nýrrar aðveituæðar í landi Ytri-Skjaldarvíkur.