Félag eldri borgara á Akureyri - húsnæðismál

Málsnúmer 2018100452

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 44. fundur - 21.11.2018

Erindi dagsett 26. október 2018 frá Hauki Halldórssyni formanni Félags eldri borgara á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórnendur Akureyrarbæjar um húsnæðismál Félags eldri borgara á Akureyri.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra samfélagssviðs og formanni frístundaráðs að eiga fund með fulltrúum EBAK og leggur til að fulltrúi frá umhverfis- og mannvirkjasviði verði einnig boðaður á fundinn.

Frístundaráð - 61. fundur - 11.09.2019

Erindi dagsett 26. október 2018 frá Hauki Halldórssyni formanni Félags eldri borgara á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórnendur Akureyrarbæjar um húsnæðismál Félags eldri borgara á Akureyri.

Erindið var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 21. nóvember 2018 og var þá sviðsstjóra og formanni ráðsins falið að eiga fund með fulltrúum EBAK.
Frístundaráð getur ekki komið til móts við beiðni Félags eldri borgara á Akureyri um aukið rými í Bugðusíðu.