Ráðstefna: Tímamót í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2018100107

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1287. fundur - 17.10.2018

Velferðarráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands boða til ráðstefnu og málstofa dagana 7.- 8. nóvember 2018 um áskoranir og lausnir í velferðarþjónustu.

Dagbjört Pálsdóttir formaður velferðarráðs leggur til að fyrirhugaður fundur ráðsins þann 7. nóvember verði felldur niður og aukafundur þann 31. október 2018 samkvæmt fundaáætlun verði haldinn þess í stað til að gefa fulltrúum í ráðinu og starfsmönnum færi á að sitja ráðstefnuna.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögu formanns.