Skautafélag Akureyrar - endurnýjun gáma við Skautahöll

Málsnúmer 2018080410

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 35. fundur - 22.08.2018

Erindi dagsett 17. ágúst 2018 frá Helga Rúnari Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir aðkomu frístundaráðs að endurnýjun gáma við suðurenda skautahallarinnar. Gámarnir eru notaðir sem búningsaðstaða fyrir iðkendur. Áætlaður kostnaður við endurnýjun er rúmar 3 milljónir.

Helgi Rúnar Bragason sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Á fundi frístundaráð þann 22. ágúst 2018 var tekið fyrir erindi dagsett 17. ágúst 2018 frá Helga Rúnari Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir aðkomu frístundaráðs að endurnýjun gáma við suðurenda skautahallarinnar. Gámarnir eru notaðir sem geymsla búninga fyrir iðkendur. Var bókað að óskað væri eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs og skipulagsráðs.
Miðað við fyrirliggjandi gögn telur skipulagsráð að um byggingarleyfisskylda framkvæmd sé að ræða sem þarf að vera í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 38. fundur - 31.08.2018

Frístundaráð hefur á fundi sínum þann 22. ágúst 2018 óskað eftir umsögn frá umhverfis- og mannvirkjaráði vegna beiðnar Skautafélags Akureyrar um kaup á nýjum gámum við Skautahöll í stað þeirra eldri sem fyrir eru.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar að gefa umsögn þar til frekari gögn liggja fyrir.