Forvarnaverkefni fyrir unglinga vegna þunglyndis og kvíða - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018050127

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1278. fundur - 16.05.2018

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 25. apríl 2018 frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur að upphæð kr. 500.000 til verkefnisins "Þinn besti vinur - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk." Um er að ræða gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða sem nýtast sem almennt fræðsluefni en einnig í sérhæfðari meðferð við kvíða og þunglyndi.
Velferðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 350.000.