Innritun í leikskóla 2018

Málsnúmer 2018040308

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 30.04.2018

Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu innritunar í leikskóla sveitarfélagsins haustið 2018.

Búið er að bjóða öllum börnum leikskólapláss sem voru á biðlista og eru fædd á árunum 2013-2016. Einnig hefur öllum börnum fæddum í janúar, febrúar og mars 2017 verið boðið leikskólapláss.