Hreinsun gatna - þvottur á götum og stígum

Málsnúmer 2018040277

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í að þvo götur í eigu bæjarins og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.500.000.

Bæjarráð - 3597. fundur - 03.05.2018

14. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 27. apríl 2018:

Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í að þvo götur í eigu bæjarins og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.500.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 8,5 milljónir króna.