Skautafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2018040114

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 29. fundur - 12.04.2018

Erindi dagsett 5. apríl 2018 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á nýrri markatöflu í Skautahöllina á Akureyri.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 2.400.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til að fjármagna kaup á risaskjá sem m.a. er með nýrri markatöflu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Lögð fram beiðni frá frístundaráði um kaup á skorklukku fyrir Skautahöllina að upphæð 2.400.000 kr.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 2.400.000 til kaupa á skorklukku samkvæmt framlögðum gögnum.