Skipagata 6 - fyrirspurn vegna breytingar í veitingastað

Málsnúmer 2018030357

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 21. mars 2018 þar sem Katrín Ósk Ómarsdóttir fyrir hönd Kósku ehf., kt. 480317-0250, leggur inn fyrirspurn hvort breyta mætti 1. hæð húss nr. 6 við Skipagötu úr verslunarhúsnæði í veitingastað.
Skipulagsráð getur fallist á umbeðna breytingu á notkun hússins sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.