Norðurlands Jakinn 2018 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018030230

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 28. fundur - 22.03.2018

Erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni f.h. Íslenskra kraftmanna þar sem óskað er eftir styrk vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn 2018.
Frístundaráð tekur jákvætt í að útvega hópnum gistingu í Rósenborg meðan á mótinu stendur.

Stjórn Akureyrarstofu - 251. fundur - 05.04.2018

Erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni f.h. Íslenskra kraftmanna þar sem óskað er eftir styrk vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn 2018.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000 að því gefnu að verkefnið verði framkvæmt.

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni frá félagi Kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn sem fer fram víðsvegar um Norðurland í lok ágúst 2020.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð hafnar styrkbeiðni.