Festa og lofslagsmarkmið

Málsnúmer 2018020427

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 27. fundur - 23.02.2018

Lögð fram kynning á FESTA Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í loftlagsmálum og boð þess um aðild Akureyrarkaupstaðar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar sem áætlaður er 2. mars 2018.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 28. fundur - 02.03.2018

Lögð fram kynning á FESTA Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum og boð þess um aðild Akureyrarkaupstaðar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Samningur við Festu um að hvetja fyrirtæki og stofnanir á Akureyri til að setja sér mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) og úrgangi og birta reglulega upplýsingar um árangur sinn var kynntur fyrir ráðinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.